„Ljóst má vera að stjórnmálamenn gerðu margvísleg mistök í aðdraganda bankahrunsins,“ sagði Magnús Orri Schram alþingismaður.
„Stjórnmálamenn sýndu ítrekað ógagnrýna samstöðu með bankamönnum og færðu ábyrgðina með því yfir á almenning. Gagnkvæmt traust ríkti milli þessara aðila, bankamanna og stjórnmálamanna. Það á ekki að vera hlutverk stjórnmálamanna að taka stöðu með fjármálafyrirtækjum til að telja umheiminum trú um að fyrirtækin standi vel nema að stjórnmálamenn hafi fyrir því haldbærar upplýsingar og traust rök. Hér dugar ekki að vitna í opinberar skýrslur því að ljóst má vera af lestri rannsóknarskýrslunnar að lykilstjórnmálamenn fengu upplýsingar sem bentu í aðra átt.“ egol@mbl.is