Góður Björn Thoroddsen.
Góður Björn Thoroddsen. — Morgunblaðið/Kristinn
Björn Thoroddsen gítarleikari er önnum kafinn við að skipuleggja hina árlegu Gítarveislu Bjössa Thor sem verður í Salnum í Kópavogi 5. og 6. nóvember næstkomandi.

Björn Thoroddsen gítarleikari er önnum kafinn við að skipuleggja hina árlegu Gítarveislu Bjössa Thor sem verður í Salnum í Kópavogi 5. og 6. nóvember næstkomandi.

Eins og venjulega mæta margar af helstu gítarhetjum landsins í veisluna og flytja meðal annars þekkt lög auk þess sem ýmislegt nýtt á eftir að heyrast.

„Ég er að manna veisluna,“ sagði Björn, þegar Morgunblaðið sló á þráðinn í gærkvöldi. Hann bætti við að Gunnar Þórðarson, Björgvin Gíslason, Guðlaugur Falk, Robin Nolan og Gunnar Sigurðsson hefðu þegar staðfest þátttöku og fleiri góðir ættu eftir að bætast í hópinn.

Gítarveislan var lengi hluti af Djasshátíð Reykjavíkur en Björn flutti hana í Salinn í fyrra og þar verður hún áfram í vetur.