Ólafur Þór Guðbjörnsson
Ólafur Þór Guðbjörnsson
Ólafur Þór Guðbjörnsson, þjálfari U19 ára landsliðs kvenna í knattspyrnu, er kominn með sínar stúlkur í milliriðil Evrópumótsins – sjötta árið í röð.

Ólafur Þór Guðbjörnsson, þjálfari U19 ára landsliðs kvenna í knattspyrnu, er kominn með sínar stúlkur í milliriðil Evrópumótsins – sjötta árið í röð.

Þær lögðu Ísrael að velli, 2:0, í undanriðlinum í Búlgaríu í gær og eru komnar með 6 stig eftir tvo leiki, eins og Úkraína. Þar með eru bæði lið komin áfram og mætast í úrslitaleik um efsta sætið í lokaumferðinni á fimmtudaginn.

Katrín Ásbjörnsdóttir og Sigrún Ella Einarsdóttir skoruðu mörk Íslands í fyrri hálfleiknum. Liðið vann Búlgaríu í fyrsta leiknum á laugardaginn, 2:0, en þá gerði Berglind Björg Þorvaldsdóttir bæði mörkin.

Þar með hefur Ólafur stýrt sínu liði áfram í keppninni á hverju ári frá 2005. Reyndar þurfti Ísland ekki að fara í undankeppnina 2006 en fór beint í átta liða úrslitakeppnina sem var haldin hér á landi sumarið 2007.

Ísland vann sér síðan sæti í átta liða úrslitakeppninni sem fram fór sumarið 2009 og var þá ekki langt frá því að komast í fjögurra liða úrslitin. vs@mbl.is