Síungur Neil Young mundar gítarinn á kápu nýju plötunnar.
Síungur Neil Young mundar gítarinn á kápu nýju plötunnar.
Ný sólóplata með Neil Young er væntanleg 28. september og nefnist Les Noise. Heitið vísar til upptökustjóra plötunnar, David Lanois, sem hefur starfað með U2, Bob Dylan, Peter Gabriel, Brian Eno, Emmylou Harris og fleirum.

Ný sólóplata með Neil Young er væntanleg 28. september og nefnist Les Noise. Heitið vísar til upptökustjóra plötunnar, David Lanois, sem hefur starfað með U2, Bob Dylan, Peter Gabriel, Brian Eno, Emmylou Harris og fleirum.

Lanois leyfði nokkrum útvöldum að hlusta á plötuna heima hjá sér í Los Angeles nýlega. Útsendara Morgunblaðsins var ekki boðið en í The Los Angeles Times var samkundunni lýst þannig að nokkrum sjálfboðaliðum hefði verið safnað saman í hálfmyrkvað herbergi með fyrsta flokks græjum til að hlusta á Young fara hamförum á gítarinn, bæði rafmagnaðan og órafmagnaðan. Blaðið segir kanadíska rokkskáldið, sem hóf sólóferil fyrir rúmum fjórum áratugum, þanið af orku á nýju plötunni.