Ragnheiður Ríkharðsdóttir
Ragnheiður Ríkharðsdóttir
„Þegar þeirri spurningu er svarað hvort hægt hefði verið að koma í veg fyrir hrun íslenska bankakerfisins haustið 2008 er ekki nægjanlegt að horfa til athafna eða athafnaleysis stjórnvalda síðustu mánuðina fyrir hrun. Það er ótækt.

„Þegar þeirri spurningu er svarað hvort hægt hefði verið að koma í veg fyrir hrun íslenska bankakerfisins haustið 2008 er ekki nægjanlegt að horfa til athafna eða athafnaleysis stjórnvalda síðustu mánuðina fyrir hrun. Það er ótækt. Rætur vandans liggja dýpra en svo. Ekki verður annað séð en alvarleg mistök hafi verið gerð við einkavæðingu Búnaðarbanka Íslands og Landsbanka Íslands þegar horfið var frá stefnu stjórnvalda að setja hámark á eignarhluta hluthafa og tengdra aðila,“ sagði Ragnheiður Ríkharðsdóttir alþingismaður, sem sæti átti í nefndinni.

„Sú stefnubreyting, sem varð í kjölfar töluverðra pólitískra átaka, varð til þess að fámennur hópur náði öllum völdum innan íslenskra fjármálakerfisins og afleiðing þess er rakin ágætlega í skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis.“