Kabúl Vörður við bankann í Kabúl.
Kabúl Vörður við bankann í Kabúl.
Ótti viðskiptavina Kabul Bank í Afganistan um framtíð bankans leiddi til blóðugra átaka þeirra við öryggissveitir fyrir utan útibú bankans í Kabúl fyrir helgi.

Ótti viðskiptavina Kabul Bank í Afganistan um framtíð bankans leiddi til blóðugra átaka þeirra við öryggissveitir fyrir utan útibú bankans í Kabúl fyrir helgi.

Ríflega fimm hundruð r íkisstarfsmenn , þar á meðal lögreglumenn, hópuðust saman fyrir utan bankaútibúið til að taka út launin sín fyrir langa fjögurra daga helgi. Öryggislögreglumenn beittu, að margra mati, óhóflegu ofbeldi til að halda fólkinu í burtu og var einn ljósmyndari laminn í andlitið.

Staða bankans hefur veikst enn eftir að tveir framkvæmdastjórar sögðu af sér eftir að í ljós kom að bankinn tapaði háum fjárhæðum á lánum til Dúbaí.