Vinsælir Þríeykið Sveppi, Villi og Gói virðast vera í uppáhaldi hjá landanum um þessar mundir ef marka má aðsóknartölur kvikmyndahúsanna.
Vinsælir Þríeykið Sveppi, Villi og Gói virðast vera í uppáhaldi hjá landanum um þessar mundir ef marka má aðsóknartölur kvikmyndahúsanna.
[ Smellið til að sjá stærri mynd ]
Hin glænýja íslenska gamanmynd Algjör Sveppi og Dularfulla Hótelherbergið er tekjuhæsta kvikmynd nýliðinnar bíóhelgar í íslenskum kvikmyndahúsum og stöðvar hún þar með sigurgöngu teiknimyndarinnar vinsælu Aulinn ég .

Hin glænýja íslenska gamanmynd Algjör Sveppi og Dularfulla Hótelherbergið er tekjuhæsta kvikmynd nýliðinnar bíóhelgar í íslenskum kvikmyndahúsum og stöðvar hún þar með sigurgöngu teiknimyndarinnar vinsælu Aulinn ég .

Myndin segir frá vinunum Sveppa og Villa sem eru staddir á gömlu hóteli úti í sveit. Þeir komast fljótlega að því að hótelið er ekki eins og hótel eru flest, því þar hitta þeir til að mynda hlæjandi draug og pirraða hótelstýru. Sem betur fer slæst þriðji vinurinn, Gói, í hópinn og hjálpar þeim félögum að ráða við það sem á vegi þeirra verður.

Þriðja sæti bíólistans að þessu sinni vermir svo hasarmyndin Resident Evil: Afterlife .