Eins og áður hefur komið fram fékk Einar Már Guðmundsson heiðursverðlaun, sem kennd eru við Bjørnstjerne Bjørnson, fyrir stuttu. Hann veitti verðlaununum viðtöku 30. ágúst sl. við hátíðlega athöfn í Noregi.
Eins og áður hefur komið fram fékk Einar Már Guðmundsson heiðursverðlaun, sem kennd eru við Bjørnstjerne Bjørnson, fyrir stuttu. Hann veitti verðlaununum viðtöku 30. ágúst sl. við hátíðlega athöfn í Noregi. Í rökstuðningi akademíunnar kom meðal annars fram að Einar væri meðal fremstu rithöfunda Norðurlanda, alvarlegur og nútímalegur höfundur með skínandi góðan húmor.
Talsverð umfjöllun var um verðlaunin í norskum fjölmiðlum og ræddi Einar til að mynda við fréttastofuna NTB um þau reikningsskil sem óhjákvæmilega væru framundan á Íslandi.