Einar Már Guðmundsson
Einar Már Guðmundsson
Eins og áður hefur komið fram fékk Einar Már Guðmundsson heiðursverðlaun, sem kennd eru við Bjørnstjerne Bjørnson, fyrir stuttu. Hann veitti verðlaununum viðtöku 30. ágúst sl. við hátíðlega athöfn í Noregi.

Eins og áður hefur komið fram fékk Einar Már Guðmundsson heiðursverðlaun, sem kennd eru við Bjørnstjerne Bjørnson, fyrir stuttu. Hann veitti verðlaununum viðtöku 30. ágúst sl. við hátíðlega athöfn í Noregi. Í rökstuðningi akademíunnar kom meðal annars fram að Einar væri meðal fremstu rithöfunda Norðurlanda, alvarlegur og nútímalegur höfundur með skínandi góðan húmor.

Talsverð umfjöllun var um verðlaunin í norskum fjölmiðlum og ræddi Einar til að mynda við fréttastofuna NTB um þau reikningsskil sem óhjákvæmilega væru framundan á Íslandi.