Heilagur Híerónýmus
Heilagur Híerónýmus
Alþjóðadagur þýðenda verður haldinn í Þjóðminjasafni Íslands á morgun, en þá verður málþing á vegum Bandalags þýðenda og túlka.

Alþjóðadagur þýðenda verður haldinn í Þjóðminjasafni Íslands á morgun, en þá verður málþing á vegum Bandalags þýðenda og túlka.

Dagurinn er kenndur við heilagan Híerónýmus sem var frumkvöðull í biblíuþýðingumm en Bandalag þýðenda og túlka var einmitt stofnað á alþjóðadegi þýðenda 30. september 2004.

Í tilefni dagsins hyggst bandalagið heiðra tvo þýðendur fyrir brautryðjendastörf að sjónvarps- og kvikmyndaþýðingum og flutt verða þrjú stutt erindi um þýðingar af þessu tagi auk ávarps til að minnast dagsins.

Formaður Bandalag þýðenda og túlka flytur ávarp kl. 15. Síðan flytja erindi Gauti Kristmannsson, Gísli Ásgeirsson, Guðfinna Rúnarsdóttir og Haraldur Jóhannsson. Tveir þýðendur verða síðan heiðraðir kl. 16:20.