Orkusparnaður Útiþurrkaður þvottur er unaðslegur. Grímseyingar vita það.
Orkusparnaður Útiþurrkaður þvottur er unaðslegur. Grímseyingar vita það. — Morgunblaðið/ÞÖK
Á vefsíðunni orkusetur.is er að finna ýmis hagkvæm ráð í tengslum við hvernig spara má orkunotkun á heimilinu.

Á vefsíðunni orkusetur.is er að finna ýmis hagkvæm ráð í tengslum við hvernig spara má orkunotkun á heimilinu.

Þar eru meðal annars ráðleggingar í sambandi við frystikistur og kæliskápa, en slík tæki eyða til dæmis miklu meiri orku ef þau standa í heitu herbergi en köldu. Þá ætti aldrei að hafa þau opin í langan tíma í einu.

Einnig er að finna á síðunni ráð um hvernig draga má verulega úr orkunotkun við þvott og þurrkun hans.

Hafa skal í huga að hálftóm vél eyðir álíka miklu rafmagni og full og því ætti ávallt að fylla vélina af taui fyrir hvern þvott. Með því að sleppa forþvotti sparast 20% af rafmagnsnotkuninni. Margir þvo við óþarflega hátt hitastig en rafmagnsnotkunin er minni eftir því sem hitastigið er lægra. Þurrkun með þurrkara er afar orkukrefjandi og því er um að gera að hengja frekar á snúrur til þerris, inni eða úti. En ef fólk þarf að nota þurrkara þá er áríðandi að setja ekki of mikið tau í hann í einu og heldur ekki of lítið, því hvort tveggja veldur meiri rafmagnsnotkun.