Í vinnu Á Granda.
Í vinnu Á Granda. — Morgunblaðið/Valdís Thor
Vinnumálastofnun mun taka upp nýtt og endurbætt greiðslukerfi atvinnuleysistrygginga 1. október, segir í fréttatilkynningu.

Vinnumálastofnun mun taka upp nýtt og endurbætt greiðslukerfi atvinnuleysistrygginga 1. október, segir í fréttatilkynningu. Með nýju greiðslukerfi verða atvinnuleysistryggingar reiknaðar út frá mánuðum í stað daga eins og verið hefur og framsetning upplýsinga á greiðsluseðli verður skýrari. Er vonast til að útreikningur atvinnuleysistrygginga verði nú auðskiljanlegri fyrir viðskiptavini. Þar sem breytingin er umsvifamikil biður stofnunin viðskiptavini að sýna skilning ef upp kunna að koma villur í greiðslum.

Á heimasíðunni vinnumalastofnun.is eru skýringar á greiðsluseðlinum. Þeir sem þurfa að fá frekari skýringar eru beðnir að nota netfangið greidslustofa@vmst.is frekar en að nota símann.