Wollemi-furan er ein sjaldgæfasta planta heims.
Wollemi-furan er ein sjaldgæfasta planta heims. — Reuters
Fimmtungur plantna í heiminum er í útrýmingarhættu samkvæmt niðurstöðum rannsóknar sem birt var í gær.
Fimmtungur plantna í heiminum er í útrýmingarhættu samkvæmt niðurstöðum rannsóknar sem birt var í gær. Stephen Hopper, yfirmaður konunglega grasagarðsins í Kew í London sagði skýrsluna nákvæmustu úttekt til þessa á þeim 380 þúsund plöntutegundum sem finnast á jörðinni. „Þessi rannsókn staðfestir...að plöntur eru í hættu og helsta ástæðan er að maðurinn hefur þrengt að þeim,“ sagði hann. Ekki mætti láta plönturnar hverfa: „Allt dýra- og fuglalíf veltur á þeim og okkar líf líka.“