Kaldur karl Bob Dylan.
Kaldur karl Bob Dylan.
Það kom forseta Bandaríkjanna, Barack Obama, á óvart að þegar hann var á samkundu sem heiðraði baráttumenn ýmissa réttindahópa þá vildi Bob Dylan lítið með hann hafa.
Það kom forseta Bandaríkjanna, Barack Obama, á óvart að þegar hann var á samkundu sem heiðraði baráttumenn ýmissa réttindahópa þá vildi Bob Dylan lítið með hann hafa. Forsetinn er vanur því að listamennirnir vilji allir fá mynd af sér með honum en hann mætti ekki þegar ljósmyndir voru teknar. Bob Dylan mætti ekki heldur á æfingu fyrir uppákomuna. Dylan mætti aðeins rétt í tíma til að taka lagið „The times they are a changin'“. Eftir að hafa spilað lagið fór hann af sviðinu, rétt stoppaði þar sem Obama sat í fremstu stólaröðinni, tók í hönd hans, glotti og fór. „Það var allt og sumt,“ sagði forsetinn. „En ég hugsaði með mér,“ bætti forsetinn við, „svona vill maður að Dylan sé. Erfitt að ímynda sér hann vera flaðrandi upp um annað fólk. Maður er ánægður með að hann horfi á þetta með efasemdaraugum.“