Haustroði, markaðs- og uppskeruhátíð fjölskyldunnar, er hátíð sem fram fer á Seyðisfirði laugardaginn 2. október 2010. Seyðfirðingar hvetja nágrannana af Héraði og næstu fjörðum til að leggja land undir fót og koma í heimsókn.

Haustroði, markaðs- og uppskeruhátíð fjölskyldunnar, er hátíð sem fram fer á Seyðisfirði laugardaginn 2. október 2010. Seyðfirðingar hvetja nágrannana af Héraði og næstu fjörðum til að leggja land undir fót og koma í heimsókn. „Það er vel þess virði að kynnast mannlífinu á Seyðisfirði að hausti, sem dæmi er tilvalið að skella sér í sund með krakkana, í bíó, keyra upp á Bjólf og inn í Fjarðarsel með rútunni (frítt), kíkja á markaði o.fl.“ segir í tilkynningu.