Flottir Breska liðið mætti í sínu fínasta pússi til leiks í Leatherhead í Surrey árið 1935.
Flottir Breska liðið mætti í sínu fínasta pússi til leiks í Leatherhead í Surrey árið 1935. — Getty Images
[ Smellið til að sjá stærri mynd ]
Klæðnaður kylfinganna vekur athygli ekki síður en færni þeirra á vellinum.

Þó svo að athygli áhorfenda Ryder-bikarsins beinist fyrst og síðast að kylfingunum og hæfni þeirra úti á völlunum má alltaf finna einhverjar umræður um klæðnað liðanna, sem er aldrei eins ár frá ári.

Sniðin í peysum, bolum og buxum eru oftast svipuð ár frá ári enda telst golfklæðnaður trúlega til heldur hefðbundins og formfasts klæðnaðar. Litir og munstur eru þó breytileg milli ára og taka mið af straumum og stefnum í tísku þegar vel tekst til. Meðfylgjandi myndir sýna fatnað bandaríska liðsins í ár. Umræður um klæðnaðinn á netinu hafa að mestu snúist um fjólubláu peysuna, sem fólki þykir annaðhvort flott og djörf eða fáránleg. Til gamans eru svo birtar hér nokkrar myndir af liðum í Ryder-bikarnum gegnum árin svo lesendur geti upplifað það sem þótti móðins hverju sinni. birta@mbl.is