Vígsla Nýja íþróttahúsið á Dalvík er hin glæsilegasta bygging.
Vígsla Nýja íþróttahúsið á Dalvík er hin glæsilegasta bygging.
Laugardaginn 2. október verður ný íþróttamiðstöð tekin í notkun á Dalvík. Bygging hennar hófst haustið 2008 og hefur því tekið tvö ár. Hönnuður hússins er Fanney Hauksdóttir, arkitekt AVH á Akureyri, aðalverktaki Tréverk hf.

Laugardaginn 2. október verður ný íþróttamiðstöð tekin í notkun á Dalvík. Bygging hennar hófst haustið 2008 og hefur því tekið tvö ár. Hönnuður hússins er Fanney Hauksdóttir, arkitekt AVH á Akureyri, aðalverktaki Tréverk hf. á Dalvík en umsjón var í höndum tæknideildar Dalvíkurbyggðar. Heildarkostnaður við bygginguna með búnaði er um 600 milljónir kr. Húsið er tengt Sundlaug Dalvíkur sem verður þannig hluti íþróttamiðstöðvarinnar í bænum.

Byggingin er um 2.000 fermetrar, þar af jarðhæð 1.700 fermetrar. Alls er húsið um 13.700 fermetrar. Í húsinu er íþróttasalur með löglegan keppnisvöll fyrir handbolta og áhorfendapallar rúma um 300 manns. Gert er ráð fyrir aðstöðu fyrir fréttamenn til lýsinga á íþróttaviðburðum. Á efri hæð er afgreiðsla og þreksalur þar sem bæði er útsýni yfir sundlaug og inn í íþróttasal. Utanhúss eru bílastæði fyrir 130 bíla.

Vígsla nýju íþróttamiðstöðvarinnar er merkur áfangi í sögu sveitarfélagsins. Stærð íþróttasalar rúmlega þrefaldast frá því sem áður var á Dalvík, en íþróttamiðstöðin tekur við af húsi sem byggt var 1967 þar sem salurinn var 338 fermetrar.

Vígsludagskráin hefst í íþróttamiðstöðinni kl. 11á laugardaginn og í framhaldi af henni verður boðsmót í frjálsum íþróttum, þar sem keppt verður í stangarstökki, hástökki og sprettum. Þar keppa sterkustu íþróttamenn landsins í viðkomandi greinum.

Sunnudaginn 3. október verður dagskrá í húsinu í boði íþróttafélaganna allan daginn. Allir eru velkomnir á viðburðina þessa daga.