„Það er að ganga einhver flensupest með hósta, hita, hálsbólgu og margir eru jafnvel veikir í nokkra daga.

„Það er að ganga einhver flensupest með hósta, hita, hálsbólgu og margir eru jafnvel veikir í nokkra daga. Þetta er kannski heldur langvinnari pest en oft á haustin og heldur fyrr á ferðinni,“ segir Gunnlaugur Sigurjónsson, læknir á Læknavaktinni. Hann segir miðjan ágúst fram í október yfirleitt vera rólegasta tímann og því sé haustpestin hálfum mánuði til mánuði fyrr á ferðinni en venjulega. Fólk verði ekki illa veikt af pestinni sem nú gengur. „Það er hins vegar töluvert margt fólk að koma með efri loftvega sýkingar, það er að segja kvef og hálsbólgu.“