Eyjólfur Héðinsson
Eyjólfur Héðinsson
Eyjólfur Héðinsson skoraði sigurmark GAIS í gærkvöld þegar liðið vann mikilvægan sigur á Häcken, 2:1, í viðureign Gautaborgarliðanna í sænsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu. Hallgrímur Jónasson lagði upp fyrra mark GAIS í leiknum.

Eyjólfur Héðinsson skoraði sigurmark GAIS í gærkvöld þegar liðið vann mikilvægan sigur á Häcken, 2:1, í viðureign Gautaborgarliðanna í sænsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu. Hallgrímur Jónasson lagði upp fyrra mark GAIS í leiknum.

„Þetta var ótrúlega mikilvægt mark því það tryggði okkur ekki bara sigurinn heldur færir okkur meira sjálfstraust í baráttunni,“ sagði Eyjólfur við netútgáfu GP í gærkvöld.

Eyjólfur skoraði markið á 79. mínútu með föstu skoti eftir að boltinn hrökk til hans af varnarmanni. Hann og Hallgrímur léku báðir allan leikinn með GAIS.

Lið þeirra lyfti sér upp í 11. sæti deildarinnar með 29 stig en fallbaráttan er geysilega hörð. Meistararnir frá í fyrra, AIK, eru í 14. sætinu með 25 stig en liðið sem endar þar þarf að fara í umspil. Í fallsætunum eru svo Brommapojkarna með 24 stig og Gefle með 23 stig en fimm umferðum er ólokið. vs@mbl.is