— Reuters
Tugþúsundir manna mótmæltu niðurskurði á götum Brussel í gær og sló lögregla hring í kringum höfuðstöðvar Evrópusambandsins til að verja þær mótmælendum. Sambærileg mótmæli fóru fram víða á meginlandinu.
Tugþúsundir manna mótmæltu niðurskurði á götum Brussel í gær og sló lögregla hring í kringum höfuðstöðvar Evrópusambandsins til að verja þær mótmælendum. Sambærileg mótmæli fóru fram víða á meginlandinu. „Við erum saman hér til að segja „nei“ við niðurskurðaráætlunum, sem fer hratt fjölgandi, hvort sem það er fyrir atbeina ríkisstjórna eða evrópskra stofnana,“ sagði Bernard Thibault, yfir maður CGT, stærsta stéttarfélags Frakklands. Sögðu stéttarfélögin að aðgerðirnar myndu hægja á efnahagsbatanum og bitna á þeim fátækustu.