Lucas Spilar kántrí/folk-tónlist.
Lucas Spilar kántrí/folk-tónlist.
Helgi Snær Sigurðsson helgisnaer@mbl.is Bandaríski kántrí/folk-tónlistarmaðurinn Austin Lucas treður upp með trúbadornum Svavari Knúti og fleirum um helgina.

Helgi Snær Sigurðsson

helgisnaer@mbl.is Bandaríski kántrí/folk-tónlistarmaðurinn Austin Lucas treður upp með trúbadornum Svavari Knúti og fleirum um helgina. Fernir tónleikar verða haldnir, á Rósenberg í kvöld, Dillon annað kvöld, í Stykkishólmi á laugardaginn og á Ísafirði á sunnudaginn. Allir tónleikarnir hefjast kl. 21. Egill Kári Helgason er skipuleggjandi tónleikanna.

„Hann hefur gefið út nokkrar plötur og hefur verið að spila helling í Evrópu. Pabbi hans er Bob Lucas, hann hefur unnið svolítið mikið með Alison Krautz, hefur verið að semja með henni og svoleiðis,“ segir Egill um Lucas.

Órafmagnaðar rokksveitir

Á tónleikunum í kvöld koma fram ásamt Lucas Svavar Knútur og Árstíðir og bluegrass-hljómsveitin Woodcraft. Á föstudagskvöldinu eru það Svavar Knútur og Woodcraft aftur og í Stykkishólmi koma fram rokkhljómsveitirnar Endless Dark og Reason to Believe og spila órafmagnað með Lucas og stendur til að taka þá tónleika upp og gefa út seinna meir.

Spurður að því hvort Lucas sé þekktur tónlistarmaður segir Egill að hann sé það innan ákveðins tónlistargeira, gamlir grasrótarpönkrokkgaurar sem farnir séu að spila órafmagnað kántrí þekki til hans. Lucas hafi þó ekki selt einhverjar milljónir platna.