Í dag, fimmtudag, kl. 19:30 bjóða Krabbameinsfélag Hafnarfjarðar og Skógræktarfélag Hafnarfjarðar til skógargöngu. Gangan hefst við Gróðrarstöðina Þöll við Kaldárselsveg og þaðan verður gengið um skógarsvæði Skógræktarfélags Hafnarfjarðar.

Í dag, fimmtudag, kl. 19:30 bjóða Krabbameinsfélag Hafnarfjarðar og Skógræktarfélag Hafnarfjarðar til skógargöngu. Gangan hefst við Gróðrarstöðina Þöll við Kaldárselsveg og þaðan verður gengið um skógarsvæði Skógræktarfélags Hafnarfjarðar. Gangan mun taka um klukkustund.

Við upphaf göngunnar flytur Þóra Hrönn Njálsdóttir, formaður Krabbameinsfélags Hafnarfjarðar, stutt ávarp og að því loknu mun Steinar Björgvinsson skógfræðingur veita leiðsögn um skóginn og flytja hugleiðingu um gildi skógarins í eflingu lýðheilsu. Þá mun Sigurður Pálsson rithöfundur flytja frumort ljóð. Allir eru velkomnir.