— Reuters
Evrópska liðið stillir sér upp fyrir ljósmyndara með bikarinn góða við höndina. Liðið er af mörgum talið sterkara en það bandaríska, með stórmeistarana Graeme McDowell og Martin Kaymer innanborðs.

Evrópska liðið stillir sér upp fyrir ljósmyndara með bikarinn góða við höndina.

Liðið er af mörgum talið sterkara en það bandaríska, með stórmeistarana Graeme McDowell og Martin Kaymer innanborðs. Auk þess hafa kylfingar í þessu 12 manna liði unnið 17 sigra á stórmótum á árinu, þar af fimm í PGA-mótaröðinni.

Þá er styrkur liðsins einnig mældur með því að líta til þeirra einstaklinga sem ekki komust í liðið og eru þeir Justin Rose, Paul Casey og Sergio Garcia sérstaklega nefndir í því tilliti.

Fyrirliðinn Montgomerie gaf þó lítið fyrir þessar hugleiðingar á blaðamannafundi í vikunni og sagðist sjá fram á mjög jafna og spennandi keppni.

Hvort lið Evrópu nær Ryder-bikarnum úr klónum á Bandaríkamönnum, sem unnu í fyrra, kemur í ljós um helgina.