Tom Waits Á leið í frægðarhöllina.
Tom Waits Á leið í frægðarhöllina. — Ljósmynd/Michael O'Brien
Þær fréttir berast frá Bandaríkjunum að á sama tíma og Jim Jarmusch kemur til Íslands í tilefni hinnar alþjóðlegu kvikmyndahátíðar í Reykjavík að þá er vinur hans Tom Waits tilnefndur til setu í höll hinna frægu í rokkinu.
Þær fréttir berast frá Bandaríkjunum að á sama tíma og Jim Jarmusch kemur til Íslands í tilefni hinnar alþjóðlegu kvikmyndahátíðar í Reykjavík að þá er vinur hans Tom Waits tilnefndur til setu í höll hinna frægu í rokkinu. Aðeins þeir söngvarar og þær hljómsveitir geta verið tilnefndar sem gáfu sína fyrstu plötu út fyrir meira en 25 árum. Á síðasta ári voru ABBA og Genesis samþykkt í klúbbinn. Ásamt Tom eru hljómsveitirnar Beastie Boys og Bon Jovi tilnefndar. Niðurstaða valnefndar verður tilkynnt í New York í desember.