Franek Rozwadowski
Franek Rozwadowski
„Framfarirnar hafa í grundvallaratriðum verið miklar og endurspeglað að vel hefur tekist að hrinda stefnunni í framkvæmd og laga hana stöðugt að breyttum aðstæðum,“ segir Franek Rozwadowski, fulltrúi Alþjóðagjaldeyrissjóðsins (AGS), á...

„Framfarirnar hafa í grundvallaratriðum verið miklar og endurspeglað að vel hefur tekist að hrinda stefnunni í framkvæmd og laga hana stöðugt að breyttum aðstæðum,“ segir Franek Rozwadowski, fulltrúi Alþjóðagjaldeyrissjóðsins (AGS), á Íslandi um stöðu efnahagsmála. AGS hefur nú samþykkt þriðju endurskoðun efnahagsáætlunar Íslands. Hann segir að með samþykktinni í Washington séu send skilaboð um að áætlunin sé á réttu róli og efnahagur Íslands sé að rétta úr kútnum.

„Verðbólgan er á niðurleið og þótt efnahagurinn eigi enn við erfiðleika að etja eru horfur á að hagvöxtur hefjist á ný, áætlaðar fjárfestingar og samkeppnishæfni krónunnar styðja við bakið á þeirri þróun.“ Hann segir að samráð sem AGS á við öll aðildarríki sjóðsins, yfirleitt árlega, hafi veitt mönnum tækifæri til að ræða efnahagsmálin á breiðari grundvelli. kjon@mbl.is