Ása Bjarnadóttir hársnyrtimeistari í Grafarholti í Reykjavík ætlar að hafa það notalegt á afmælisdaginn sem er í dag. Hún ætlar út að borða á Kryddlegnum hjörtum með börnunum sínum þremur, móður sinni og elskulegum eiginmanni, Árna Val Árnasyni.

Ása Bjarnadóttir hársnyrtimeistari í Grafarholti í Reykjavík ætlar að hafa það notalegt á afmælisdaginn sem er í dag. Hún ætlar út að borða á Kryddlegnum hjörtum með börnunum sínum þremur, móður sinni og elskulegum eiginmanni, Árna Val Árnasyni. Á laugardaginn verður slegið upp veislu og Ása tekur skýrt fram að hún og maðurinn hennar bjóði saman til veislunnar. Um 50 manns eru svo stálheppnir að vera á boðslistanum.

Ása og Árni hafa verið lengi saman „frá því við vorum að byggja kofana í gamla daga í Kópavoginum. Þetta er ævintýrahjónaband og við erum alltaf jafn hamingjusöm,“ segir Ása.

Fyrsta barnið fæddist þegar Ása var 17 ára og Árni var 16 ára. Næsta barn kom 15 mánuðum seinna þegar Árni var tæplega 18 ára. Þriðja barnið kom svo 10 árum seinna eða árið 1989. Þegar börnin voru komin í menntaskóla ákvað Ása að læra hársnyrtingu og lauk meistaraprófi fjórum árum seinna, árið 2004. Hún rekur nú Hársnyrtistofu Grafarholts þar sem kúnnarnir eru yndislegir. Barnabörnin fjögur koma alltaf í klippingu til ömmu sinnar og haga sér alltaf vel. Þau vita líka að þau fá sleikjó í verðlaun. runarp@mbl.is