[ Smellið til að sjá stærri mynd ]
Eins og í flestum íþróttagreinum fylgir ýmiskonar slangur lýsingum á golfi, sem margar hljóma eins og latína í eyrum ókunnugra.

Eins og í flestum íþróttagreinum fylgir ýmiskonar slangur lýsingum á golfi, sem margar hljóma eins og latína í eyrum ókunnugra.

Hér að neðan má finna útskýringar á helstu orðum sem lýsendur á keppnum í Ryder-bikarnum gætu notað, sum orðin eru fengin úr fuglaríkinu og önnur beint úr ensku. Þeir sem vilja glöggva sig betur á golfinu geta haft listann góða við höndina.

Par – Sá fjöldi högga sem kylfingur á að leika hverja braut á eða allan völlinn.

Fugl – Þegar kylfingur leikur braut á einu höggi undir pari hennar.

Örn - Þegar kylfingur leikur braut á tveimur höggum undir pari hennar.

Albatros – Þegar kylfingur leikur braut á þremur höggum undir pari hennar.

Skolli – Þegar kylfingur leikur braut á einu höggi yfir pari hennar.

Tvöfaldur Skolli – Þegar kylfingur leikur braut á tveimur höggum yfir pari hennar.

Braut - Snöggslegið svæði milli teigs og flatar á hverri braut.

Flöt - Svæðið í kringum holuna þar sem leik lýkur á hverri braut. Venjulega mjög snöggt slegið.

Teigur – Upphafshöggið á hverri braut er slegið á teignum. Þar má nota tí, tré- eða plasttitt, sem stungið er í jörðina og boltinn settur ofaná svo að hann liggi ekki í grasinu.

Röff - Þykkt gras utan brautar, oft kallað kargi á íslensku. Svæðið milli braytar og karga, yfirleitt um metri á breidd, er ekki eins þykkt og þungt og karginn, er kallað semiröff eða hálfkargi.

Dræv - Upphafshögg á hverri braut fyrir sig.

Dræver - Stór og mikil kylfa sem menn nota þegar slá þarf sérstaklega langt.

Tré - Trékylfur sem notaðar eru á teig eða braut þegar þarf að slá langt. Dræverinn telst til trékylfu.

Járn - Kylfur með mismiklum fláa og mislangar eftir því hvort slá á hátt og stutt eða langt og lágt. Því hærra númer á járninu, því hærra fer boltinn og styttra og auðveldara er að stjórna hvar hann lendir.

Pútter – Kylfan sem notuð er á flötinni.

Fore – Alþjóðlegt aðvörunarorð í golfi sem kylfingur æpir ef hann sér fram á að boltinn virðist ætla að lenda á fólki. Þeim sem heyra orðið hrópað er vinsamlegast bent á að líta undan þeirri átt sem ópið berst frá og beygja sig hið snarasta.

Framvörður – Fylgist með því hvar boltarnir lenda eftir teighögg

birta@mbl.is