Rauði kross Íslands óskar eftir 3.000 sjálfboðaliðum fyrir söfnunarátakið Göngum til góðs.

Rauði kross Íslands óskar eftir 3.000 sjálfboðaliðum fyrir söfnunarátakið Göngum til góðs. Það sem gerir söfnunina Göngum til góðs sérstaka er að ekki einungis er verið að leita fjárstuðnings heldur heldur einnig að fá fólk til að sýna samstöðu í verki með að gerast sjálfboðaliðar eina dagstund.

Þetta er í sjötta sinn sem gengið er til góðs. Í söfnuninni í ár verður gengið til styrktar börnum og ungmennum í Malaví sem eiga um sárt að binda vegna alnæmis, og Síerra Leóne þar sem um er að ræða verkefni fyrir stríðshrjáð börn og endurhæfingu barnahermanna. Hægt er að skrá sig á www.raudikrossinn.is eða síma 570 4000.