Sauðburður Ærin Tinna bar nýlega tveimur lömbum, á miðri sláturtíð.
Sauðburður Ærin Tinna bar nýlega tveimur lömbum, á miðri sláturtíð. — Ljósmynd/Jón Guðbjörn Guðjónsson
Þessa dagana eru sauðfjárbændur önnum kafnir við að smala og koma fé í sláturhús. Ærin Tinna á Finnbogastöðum í Árneshreppi fer hins vegar ekki hefðbundnar leiðir því hún bar tveimur lömbum í síðustu viku. Lömbin eru tvær gimbrar, hvít og svört.

Þessa dagana eru sauðfjárbændur önnum kafnir við að smala og koma fé í sláturhús. Ærin Tinna á Finnbogastöðum í Árneshreppi fer hins vegar ekki hefðbundnar leiðir því hún bar tveimur lömbum í síðustu viku.

Lömbin eru tvær gimbrar, hvít og svört. Guðmundur Þorsteinsson, bóndi á Finnbogastöðum, segist hafa sett ána Tinnu út í vor ásamt fleira geldfé, enda var Tinna talin geld. Hrútarnir fóru út um svipað leyti, en venjulega þurfa bændur ekki að hafa áhyggjur af þeim á vorin því hefðbundinn fengitími stendur hæst í desember.