Hjón Jessica og Jerry.
Hjón Jessica og Jerry. — Reuters
Ekki er öll vitleysan eins en sum er samt fyndari en önnur. Þátturinn The Marriage Ref, sem Skjár einn hefur til sýningar, er skemmtileg della. Þátturinn er hugarfóstur grínarans Jerrys Seinfelds en hugmyndin er óvenjuleg.

Ekki er öll vitleysan eins en sum er samt fyndari en önnur. Þátturinn The Marriage Ref, sem Skjár einn hefur til sýningar, er skemmtileg della. Þátturinn er hugarfóstur grínarans Jerrys Seinfelds en hugmyndin er óvenjuleg. Þetta er einhvers konar veruleikaþáttur með grínívafi en í honum vísa hjón deilum sínum til dómara. Sýnd eru myndbrot þar sem tekið er fyrir deilumál í hjónabandinu, gestir þáttarins leggja mat á sjónarmið hvors fyrir sig og síðan sker þáttastjórnandinn og dómarinn Tom Papa úr um málið. Gestir með Jerry í fyrsta þættinum voru Alec Baldwin og Kelly Ripa en í þætti númer þrjú mættu Tina Fey og Eva Longoria á staðinn. Annar þátturinn var ennþá fyndnari og fóru dömurnar á kostum. Sem dæmi um mál sem verið er að skera úr um er: Maður sem kvartar yfir því að konan noti tannþráð í rúminu; ein kona vill aðeins nota borðstofuna á þakkargjörðarhátíðinni; maður nokkur stoppaði upp hundinn sinn og stillti honum upp sem stofustássi. Þetta eru sumsé einhvers konar hversdagsleg deilumál, sem eru mjög langt frá þeim málefnum sem tekin eru fyrir hjá Jerry Springer og Dr. Phil. Svo spillir ekki fyrir að Seinfeld-húmorinn skín í gegn á köflum.

Inga Rún Sigurðardóttir