Guðríðarkirkja Gorgelhátíð fer þar fram í október til að safna fyrir smíði á nýju orgeli.
Guðríðarkirkja Gorgelhátíð fer þar fram í október til að safna fyrir smíði á nýju orgeli. — Morgunblaðið/Ómar
Nú stendur yfir smíði á orgeli fyrir Guðríðarkirkju í Grafarholti, en verkið annast Björgvin Tómasson. Alls eru fjórir menn í fullri vinnu við smíðina. Nú vill svo til að vinna liggur niðri vegna fjárskorts og því heldur kirkjan menningarviku 3.-10.

Nú stendur yfir smíði á orgeli fyrir Guðríðarkirkju í Grafarholti, en verkið annast Björgvin Tómasson. Alls eru fjórir menn í fullri vinnu við smíðina. Nú vill svo til að vinna liggur niðri vegna fjárskorts og því heldur kirkjan menningarviku 3.-10. október sem kallast Gorgelhátíð Guðríðarkirkju, en heitið vísar í að orgelhátíðin er haldin í gormánuði.

Hátíðin hefst á sunnudag kl. 20 með því að Þórunn Erna Clausen flytur þátt um ævi og ævintýri Guðríðar Þorbjarnardóttur sem sigldi til Ameríku fyrir rúmum þúsund árum.

Á mánudag flytja Karlakórinn Fóstbræður, KK og Davíð Ólafsson tregatónlist úr öllum áttum undir yfirskriftinni Nú er það svart. Gestasöngvari er Stefán Helgi Stefánsson.

Á þriðjudagur flytja Diddú og Drengirnir ásamt Páli Óskari og Moniku Abendroth sígilda söngva.

Á miðvikudag fagnar South River band hausti.

Á fimmtudag syngja Gunnar Guðbjörnsson, Gissur Páll Gissurarson, Snorri Wium, Garðar Thór Cortes, Hlöðver Sigurðsson og Einar Clausen.

Á föstudag verður skemmtikvöld með hljómsveit Magga Kjartans. Fram koma Bjarni Ara, Raggi Bjarna, Óperuídívurnar Davíð og Stefán og Karlakór Kjalnesinga.

Hátíðinni lýkur svo með tónleikum stúlknakórs Reykjavíkur og stúlknakórsins Gethsemane frá Berlín á sunnudaginn kl. 14, en aðrir tónleikar á Gorgelhátðinni hefjast kl. 20.