Hæstiréttur í Ontario í Kanada felldi í gær dóm þar sem lögum, sem banna vændi, er hafnað á þeirri forsendu að þau stefni þeim, sem selji blíðu sína, í hættu.
Hæstiréttur í Ontario í Kanada felldi í gær dóm þar sem lögum, sem banna vændi, er hafnað á þeirri forsendu að þau stefni þeim, sem selji blíðu sína, í hættu. Þrjár konur í Toronto höfðuðu málið á þeirri forsendu að þær væru neyddar til að leita viðskipta á götuhornum. Þær kröfðust þess að glæpurinn yrði tekinn úr vændi til að hægt væri að stunda vændi með öruggum hætti. Andstæðingar vændis sögðu að dómurinn væri staðfesting á því að kynlíf væri söluvara.