[ Smellið til að sjá stærri mynd ]
Tólf kylfingar frá Bandaríkjunum reyna sitt besta til að halda Ryder-bikarnum í sinni vörslu. Í liðinu eru fjórir af fimm efstu mönnum á heimslistanum í golfi.

Tólf kylfingar frá Bandaríkjunum reyna sitt besta til að halda Ryder-bikarnum í sinni vörslu. Í liðinu eru fjórir af fimm efstu mönnum á heimslistanum í golfi.

Bubba Watson

Fullt nafn: Gerry Watson

Fæðingardagur: 5. nóvember 1978

Varð atvinnumaður: 2000

Sæti á heimslistanum: 24

Annað: Tekur í fyrsta sinn þátt í keppninni um Ryder-bikarinn.

Watson kenndi sér sjálfur að spila golf og æfði sig heimavið sem strákur með því að skjóta plastkúlum um víðan völl í bakgarðinum. Watson, sem er örvhentur, heldur enn tryggð við upprunann og leikur til að mynda enn með sama pútternum og hann eignaðist sem ungur maður.

Lífið hefur ekki farið um hann mjúkum höndum utan vallar. Í fyrra greindist faðir hans með lungnakrabbamein og einungis tveimur mánuðum síðar leit út fyrir að eiginkona hans, Angie, hefði greinst með heilaæxli. Síðar kom svo í ljós að um var að ræða stækkaðan heiladingul.

Þegar Bubba Waters fór svo með sigur af hólmi á Travelers-meistaramótinu í júní síðastliðnum tileinkaði hann föður sínum sigurinn. Þetta var jafnframt hans fyrsti sigur á PGA-mótaröðinni.

Hinn fjölhæfi Watson hefur einnig hannað fatalínu undir nafninu Bubba Golf.

Stewart Cink

Fullt nafn: Stewart Ernest Cink

Fæðingardagur: 21. maí 1973

Varð atvinnumaður: 1995

Sæti á heimslistanum: 35

Annað: Hefur verið með í liði Bandaríkjamanna óslitið frá árinu 2002. Cink er einn fjögurra kylfinga í liðinu sem fyrirliðinn Pavin valdi til þátttöku.

Jim Furyk

Fullt nafn: James Michael Furyk

Fæðingardagur: 12. maí 1970

Varð atvinnumaður: 1992

Sæti á heimslistanum: 5

Annað: Reynsluboltinn Furyk tekur nú þátt í mótinu í sjöunda sinn, en hann hefur verið í liði Bandaríkjamanna óslitið frá 1997. Hann komst í liðið vegna velgengni á mótum síðastliðin misseri.

Rickie Fowler

Fullt nafn: Rick Yutaka Fowler

Fæðingardagur: 13. desember 1988

Varð atvinnumaður: 2009

Sæti á heimslistanum: 33

Annað: Val fyrirliðans Pavins á hinum kornunga Fowler í lið Bandaríkjamanna kom mörgum á óvart. Miklar vonir eru hins vegar bundnar við kylfinginn knáa og talið víst að hann eigi eftir að láta mikið að sér kveða á völlunum næstu misseri.

Auglýsendur hafa keppst við að tryggja sér hinn unga Fowler undanfarið og er hann nú á samningi hjá Titleist, Puma og Rolex.

Dustin Johnson

Fullt nafn: Dustin Hunter Johnson

Fæðingardagur: 22. júní 1984

Varð atvinnumaður: 2007

Sæti á heimslistanum: 12

Annað: Tekur í fyrsta sinn þátt í Ryder-bikarmótinu og vann sér þátttökurétt á mótinu.

Zach Johnson

Fullt nafn: Zachary Harris Johnson

Fæðingardagur: 24. febrúar 1976

Varð atvinnumaður: 1998

Sæti á heimslistanum: 19

Annað: Tekur í annað sinn þátt í keppninni en var valinn í liðið að þessu sinni.

Hunter Mahan

Fullt nafn: Hunter Myles Mahan

Fæðingardagur : 17. maí 1982

Varð atvinnumaður: 2003

Sæti á heimslistanum: 14

Annað: Þetta er annað árið í röð sem Mahan tekur þátt í Ryder-bikarmótinu en hann ávann sér þátttökurétt með góðu gengi á mótum síðustu misseri.

Tiger Woods

Fullt nafn: Eldrick Tont Woods

Fæðingardagur: 30. desember 1975

Varð atvinnumaður: 1996

Sæti á heimslistanum: 1

Annað: Tiger hefur tekið þátt í Ryder-bikarmótinu frá árinu 1997 utan ársins 2008 þegar hann glímdi við meiðsli á hné. Í þetta sinn er hann val fyrirliðans.

Tiger Woods er trúlega þekktasti kylfingur nútímans. Eins og kunnugt er hefur hann ekki einungis öðlast frægð fyrir fimi sína innan vallar heldur hefur borið meira á fregnum af yfirgengilegu framhjáhaldi hans og í kjölfarið skilnaðinum við eiginkonuna Elinu Nordegren.

Þrátt fyrir fjölda sigra á stærstu golfmótum heims hefur Ryder-bikarmótið einhverra hluta vegna ekki verið vettvangur fyrir hans glæstustu sigra. Allavega ekki framan af.

Corey Pavin – fyrirliðinn

Fullt nafn: Corey Allen Pavin

Fæðingardagur: 16. nóvember 1959

Varð atvinnumaður: 1982

Annað: Var í liði Bandaríkjanna á Ryder Cup árin 1991, 1993 og 1995.

Aðstoðarfyrirliðar: Paul Goydos, Tom Lehman, Davis Love III og Jeff Sluman.

Matt Kuchar

Fullt nafn: Matthew Gregory Kuchar

Fæðingardagur: 21. júní 1978

Varð atvinnumaður: 2000

Sæti á heimslistanum: 11

Annað: Þetta er í fyrsta skipti sem Kuchar tekur þátt í mótinu en hann ávann sér þátttökuréttinn.

Jeff Overton

Fullt nafn: Jeffrey Laurence Overton

Fæðingardagur: 28. maí 1983

Varð atvinnumaður: 2005

Sæti á heimslistanum: 48

Annað: Vann sér þátttökurétt á mótinu sem hann tekur nú þátt í í fyrsta skipti.

Phil Mickelson

Fullt nafn: Philip Alfred Mickelson

Fæðingardagur: 16. júní 1970

Varð atvinnumaður: 1992

Sæti á heimslistanum: 2

Annað: Mickelson er þrautreyndur þegar kemur að Ryder-bikarnum. Hann tekur nú þátt í mótinu í áttunda sinn og hefur verið með óslitið frá árinu 1995.

Steve Stricker

Fullt nafn: Steven Stricker

Fæðingardagur: 23. febrúar 1967

Varð atvinnumaður: 1990

Sæti á heimslistanum: 4

Annað: Stricker tekur nú þátt í mótinu um Ryder-bikarinn í annað sinn. Hann ávann sér þátttökurétt á mótinu í ár en var valinn í liðið í fyrra.