Arthur Penn Átti farsælan feril.
Arthur Penn Átti farsælan feril. — Reuters
Kvikmyndaleikstjórinn Arthur Penn er látinn, 88 ára að aldri. Penn er þekktastur fyrir að hafa gert kvikmyndirnar Bonnie and Clyde og Little Big Man .

Kvikmyndaleikstjórinn Arthur Penn er látinn, 88 ára að aldri. Penn er þekktastur fyrir að hafa gert kvikmyndirnar Bonnie and Clyde og Little Big Man .

Penn komst á leikstjórakortið þegar hann leikstýrði sýningum á Broadway sem fengu Tony-verðlaun, sýningum eins og The Miracle Worker og All the Way Home . Ferill hans í kvikmyndum hófst á sjötta áratugnum og er hann meðal annars þekktur fyrir myndirnar The Miracle Worker , The Missouri Breaks og Night Moves . En það er Bonnie and Clyde frá 1967 sem hans verður minnst fyrir en hún var tilnefnd til átta Óskarsverðlauna. Eldri bróðir Penns var ljósmyndarinn Irving Penn.