Fasteignir Heimsóknir á vef mbl.is ekki verið fleiri síðan í mars 2008.
Fasteignir Heimsóknir á vef mbl.is ekki verið fleiri síðan í mars 2008. — Morgunblaðið/RAX
Í síðustu viku heimsóttu nærri 36 þúsund notendur fasteignavef mbl.is og hafa ekki verið fleiri síðan í marsbyrjun 2008.

Í síðustu viku heimsóttu nærri 36 þúsund notendur fasteignavef mbl.is og hafa ekki verið fleiri síðan í marsbyrjun 2008.

Jafnframt hafa innlit á vefinn ekki verið fleiri á sama tímabili en innlitin í síðustu viku voru rösklega 86 þúsund, sem þýðir að jafnaði að hver notandi á fasteignavefnum hefur komið inn á hann rúmlega tvisvar í vikunni.

Hver notandi fletti að meðaltali um 30 síðum í hverri heimsókn en flettingarnar voru samtals ríflega ein milljón talsins í vikunni. Þessar tölur eru úr samræmdri vefmælingu Modernus.

Á fasteignavef mbl.is eru jafnan 15-16 þúsund eignir á skrá. Í september hafa tæplega 1.500 verið merktar út sem seldar en þess ber að geta að sama eignin getur verið skráð frá fleiri en einni fasteignasölu.