Efnileg Þorgerður Anna Atladóttir myndi styrkja Valsliðið í toppslagnum í vetur.
Efnileg Þorgerður Anna Atladóttir myndi styrkja Valsliðið í toppslagnum í vetur. — Morgunblaðið/Golli
Handknattleikskonan Þorgerður Anna Atladóttir er að öllum líkindum á leið til Íslandsmeistara Vals, samkvæmt heimildum Morgunblaðsins.

Handknattleikskonan Þorgerður Anna Atladóttir er að öllum líkindum á leið til Íslandsmeistara Vals, samkvæmt heimildum Morgunblaðsins. Hún hefur einnig átt í viðræðum við sitt gamla lið Stjörnuna, sem hún yfirgaf í sumar þegar hún gerði samning við danska úrvalsdeildarliðið FIF frá Kaupmannahöfn. FIF er hinsvegar komið að fótum fram fjárhagslega og samningur hennar við félagið hefur ekki tekið gildi. Heimildir Morgunblaðsins herma að aðeins tvö lið geti komið til móts við Þorgerði. Það eru Valur og Stjarnan. Sömu heimildir herma að meiri líkur en minni séu á því að hún velji Val, eins og mál stóðu í gærkvöldi. Fram átti einnig í viðræðum við Fram en ekkert verður af því að hún fari í Safamýrina.

Þorgerður Anna er 18 ára gömul og hefur verið einn burðarása Stjörnuliðsins síðustu tvö keppnistímabil þrátt fyrir ungan aldur. Hún hefur verið viðloðandi íslenska landsliðið síðasta árið.

iben@mbl.is