[ Smellið til að sjá stærri mynd ]
Bretar, Ítalir, Svíi, Spánverji og Íri skipa lið Evrópu að þessu sinni. Þeir munu allir tólf leggjast á eitt til að reyna að ná bikarnum úr klóm Bandaríkjamanna sem unnu keppnina síðast. Í liðinu eru nýliðar í bland við þrautreynda kylfinga.

Bretar, Ítalir, Svíi, Spánverji og Íri skipa lið Evrópu að þessu sinni. Þeir munu allir tólf leggjast á eitt til að reyna að ná bikarnum úr klóm Bandaríkjamanna sem unnu keppnina síðast. Í liðinu eru nýliðar í bland við þrautreynda kylfinga.

Colin Montgomerie – fyrirliði

Fullt nafn: Colin Stuart Montgomerie

Þjóðerni: Skoti

Fæðingardagur: 23. júní 1963

Varð atvinnumaður: Árið 1987

Annað: Montgomerie er númer 22 í röðinni af þeim sem leitt hafa lið gegn því bandaríska frá upphafi og sjötti Skotinn til að gegna þessu hlutverki. Þetta er í áttunda sinn sem hann tekur þátt í Ryder-bikarkeppninni og hefur aldrei beðið lægri hlut í einstaklingskeppni á mótinu.

Varafyrirliðar : Thomas Bjorn (Danmörk), Darren Clarke (Norður-Írland), Sergio Garcia (Spánn) og Paul McGinley (Írland).

Lee Westwood

Fullt nafn: Lee John Westwood

Heimaland: England

Fæðingardagur: 24. apríl 1973

Varð atvinnumaður: 1993

Sæti á heimslistanum: 3

Annað: Er nú í sjöunda sinn liðsmaður í Evrópuliðinu á Ryder-bikarnum.

Padraig Harrington

Fullt nafn: Padraig Harrington

Heimaland: Írland

Fæðingardagur: 31. ágúst 1971

Varð atvinnumaður: 1995

Sæti á heimslistanum: 22

Annað: Tekur í sjötta sinn þátt í Ryder-bikarnum en var í vinningsliðum Evrópu árin 2002, 2004 og 2006. Montgomerie valdi Harrington í liðið í ár.

Luke Donald

Fullt nafn: Luke Campell Donald

Þjóðerni: England

Fæðingardagur: 7. desember 1977

Varð atvinnumaður: 2001

Sæti á heimslistanum: 8

Annað: Leikur í þriðja sinn um Ryder-bikarinn en var í sigurliði Evrópu árin 2004 og 2006. Fyrirliðinn Montgomerie valdi hann í liðið í ár.

Peter Hanson

Fullt nafn: Peter Hanson

Heimaland: Svíþjóð

Fæðingardagur: 4. október 1977

Varð atvinnumaður: 1998

Sæti á heimslistanum: 42

Annað: Þetta er frumraun hans í Ryder-bikarkeppninni en hann vann sér þátttökurétt á mótinu.

Ross Fisher

Fullt nafn: Ross Daniel Fisher

Þjóðerni: England

Fæðingardagur: 22. nóvember 1980

Varð atvinnumaður: 2004

Sæti á heimslistanum: 27

Annað: Tekur í fyrsta sinn þátt í Ryder-bikarnum. Vann sér þátttökurétt á mótinu í ár.

Miguel Angel Jimenez

Fullt nafn: Miguel Angel Jiménez Rodriguez

Heimaland: Spánn

Fæðingardagur: 5. janúar 1964

Varð atvinnumaður: 1982

Sæti á heimslistanum: 26

Annað: Þrátt fyrir áratuga reynslu í faginu er þetta einungis í fjórða sinn sem Jimenez leikur um Ryder-bikarinn. Hann vann sér inn þátttökurétt með velgengni í mótum síðustu misseri.

Rory McIlroy

Fullt nafn: Rory McIlroy

Heimaland: Norður-Írland

Fæðingardagur: 4. maí 1989

Varð atvinnumaður: 2007

Sæti á heimslistanum: 9

Annað: Tekur í fyrsta sinn þátt í keppninni og vann sér þátttökurétt.

Ian Poulter

Fullt nafn: Ian James Poulter

Heimaland: England

Fæðingardagur: 10. janúar 1976

Varð atvinnumaður: 1994

Sæti á heimslistanum: 16

Annað: Tekur í þriðja sinn þátt í Ryder-bikarnum en spilaði með Evrópuliðinu í keppninni árin 2004 og 2008.

Graeme McDowell

Fullt nafn: Graeme McDowell

Heimaland: Norður-Írland

Fæðingardagur: 30. júlí 1979

Varð atvinnumaður: 2002.

Sæti á heimslistanum: 13

Annað: Þetta er annað Ryder-bikarmótið í röð sem McDowell tekur þátt í.

Edoardo Molinari

Fullt nafn: Edoardo Molinari

Heimaland: Ítalía

Fæðingardagur: 11. febrúar 1981

Varð atvinnumaður: 2006

Sæti á heimslistanum: 15

Annað: Það er einungis rúmt ár á milli ítölsku bræðranna Edoardos og Francescos Molinari en þeir keppa báðir um Ryder-bikarinn í fyrsta sinn. Montgomerie valdi Edoardo í liðið en Francesco vann sér þátttökurétt með velgengni á mótum.

Þeir bræður voru ekki háir í loftinu þegar þeir fóru að elta karl föður sinn út á golfvöllinn. Sá var þó ekki golfari að atvinnu heldur tannlæknir.

Golf varð því snemma áhugamál þeirra bræðra, en Edoardo hellti sér hins vegar ekki út í atvinnumennskuna fyrr en árið 2006, þegar hann hafði lokið námi í rafvirkjun í Turin, heimabæ þeirra bræðra.

Litli bróðir, Francesco, einbeitti sér hins vegar meira að sportinu og varð atvinnumaður tveimur árum fyrr en stóri bróðir.

Francesco Molinari

Fullt nafn: Francesco Molinari

Heimaland:

Ítalía

Fæðingardagur: 8. nóvember 1982

Varð atvinnumaður: 2004

Sæti á heimslistanum: 32

Martin Kaymer

Fullt nafn: Martin Kaymer

Heimaland: Þýskaland

Fæðingardagur: 28. desember 1984

Varð atvinnumaður:

2005

Sæti á heimslistanum: 6

Annað: Ungur og upprennandi eru trúlega orð sem margir myndu nota til að lýsa kylfingnum Martin Kaymer, sem tekur þátt í keppninni um Ryder-bikarinn í fyrsta sinn. Hann vann sér þátttökurétt á mótinu en

Kaymer hefur unnið sex sinnum í Evrópumótaröðinni, þar af þrisvar á þessu ári. Nú síðast um miðjan september þegar hann sigraði á KLM-meistaramótinu en þar áður fór hann með sigur af hólmi í opna franska mótinu og opna skoska mótinu.

Þá bar hann sigurorð af Bubba Watson á PGA-meistaramótinu í úrslitum og var fyrir vikið útnefndur The Race to Dubai-kylfingur mánaðarins.

Þessi 25 ára gamli kylfingur fæddist í Düsseldorf í Þýskalandi árið 1984. Hann hefur verið kylfingur að atvinnu undanfarin fimm ár og sífellt aukið færni sína í faginu.

Hann lenti í Go-kart-slysi árið 2009 þar sem hann tábrotnaði og var í kjölfarið frá keppni í um tvo mánuði. Hann virðist þó ekki hafa beðið varanlega skaða af og var fljótur að ná sér á strik. Líklegt er þó að hann láti Go-kart-bílana eiga sig næstu árin.