Borgarnes Blikk- og járnsmiðja er í verksmiðju Límtrés Vírnets í Borgarnesi. Límtré Vírnet var í eigu þrotabús BM Vallár.
Borgarnes Blikk- og járnsmiðja er í verksmiðju Límtrés Vírnets í Borgarnesi. Límtré Vírnet var í eigu þrotabús BM Vallár. — Morgunblaðið/Golli
Hömlur ehf., dótturfélag Landsbankans (NBI hf.), hefur falið Fyrirtækjaráðgjöf Landsbankans að annast sölu á öllu hlutafé í iðnfyrirtækinu Límtré Vírnet ehf. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá NBI.

Hömlur ehf., dótturfélag Landsbankans (NBI hf.), hefur falið Fyrirtækjaráðgjöf Landsbankans að annast sölu á öllu hlutafé í iðnfyrirtækinu Límtré Vírnet ehf. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá NBI. Áður hafði verið greint frá því að selja ætti fyrirtækið.

Starfseiningar Límtrés Vírnets, Vírnet í Borgarbyggð, Límtré á Flúðum og Yleiningar í Reykholti, voru hluti af samstæðu BM Vallár hf. sem tekin var til gjaldþrotaskipta í maí 2010. Nýstofnað rekstrarfélag í eigu Landsbankans keypti starfseiningar Límtrés Vírnets af þrotabúi BM Vallár hf. og lýsti því jafnframt yfir að Landsbankinn hygðist selja reksturinn innan sex mánaða.

Söluferlið hófst í dag og er opið öllum áhugasömum fjárfestum, sem sýnt geta fram á fjárfestingargetu umfram 250 milljónir króna.

Þeir fjárfestar sem uppfylla skilyrði fyrir þátttöku á fyrra stigi söluferlisins skulu gera óskuldbindandi tilboð fyrir kl. 12 miðvikudaginn 20. október næstkomandi.