Kirsan Iljúmsínov
Kirsan Iljúmsínov
Kirsan Iljúmsínov var í gær endurkjörinn forseti Alþjóðaskáksambandsins, FIDE, eftir harða baráttu við Anatolí Karpov. Iljúmsínov fékk 95 atkvæði, en Karpov 55. Iljúmsínov hefur verið vændur um að kaupa atkvæði.

Kirsan Iljúmsínov var í gær endurkjörinn forseti Alþjóðaskáksambandsins, FIDE, eftir harða baráttu við Anatolí Karpov. Iljúmsínov fékk 95 atkvæði, en Karpov 55. Iljúmsínov hefur verið vændur um að kaupa atkvæði.

Iljúmsínov var forseti Kalmúkíu þar til í liðnum mánuði. Fyrr á þessu ári sagði hann að geimverur hefðu heimsótt sig í Moskvu. Hann hefur verið forseti FIDE síðan 1995 og studdu rússnesk stjórnvöld framboð hans. Bandarísk stjórnvöld studdu hins vegar Karpov.

Það segir sitt um Iljúmsínov að Karpov naut fulls stuðnings Garrís Kasparovs, síns gamla erkifjanda.

Kasparov sagði að Iljúmsínov hefði niðurlægt skákina, þegar hann og Karpov hefðu ást við hefðu höfuðborgir skákarinnar verið New York og París, en væru nú Naltsjik, Astrakan og Elista.