Ánægðir Michael Carrick, Rio Ferdinand og Javier Hernández fagna sigurmarki þess síðastnefnda.
Ánægðir Michael Carrick, Rio Ferdinand og Javier Hernández fagna sigurmarki þess síðastnefnda. — Reuters
Nýi Mexíkóinn í liði Manchester United, Javier „Chico“ Fernández, reyndist enska félaginu dýrmætur í gærkvöld. Hann kom inn á sem varamaður gegn Valencia á Spáni í Meistaradeild Evrópu og skoraði sigurmarkið, 1:0, fimm mínútum fyrir...

Nýi Mexíkóinn í liði Manchester United, Javier „Chico“ Fernández, reyndist enska félaginu dýrmætur í gærkvöld. Hann kom inn á sem varamaður gegn Valencia á Spáni í Meistaradeild Evrópu og skoraði sigurmarkið, 1:0, fimm mínútum fyrir leikslok. Eftir sendingu frá öðrum varamanni, Federico Macheda.

„Við vorum beittari með Chico innanborðs. Hann skapaði mikla hættu skömmu áður en markið kom og það var einmitt það sem við þurftum á að halda seint í leiknum. Varamennirnir færðu okkur meiri kraft og hraða. Þetta eru frábær úrslit fyrir okkur, það er ekki auðvelt að sækja þrjú stig hingað,“ sagði Alex Ferguson, knattspyrnustjóri Manchester United, við fréttamenn í leikslok en þetta var fyrsti sigur liðsins á Spáni í sjö ár.

Tottenham vann Twente, 4:1, í fyrsta leik sínum á heimavelli í Meistaradeild Evrópu, þrátt fyrir að Rafael van der Vaart væri rekinn af velli snemma í síðari hálfleik þegar staðan var 2:1. Norski dómarinn Terje Hauge dæmdi þrjár vítaspyrnur á Hollendingana. Sú fyrsta, frá van der Vaart, var varin, en Roman Pavluychenko skoraði úr hinum tveimur.

Tottenham lék síðast á heimavelli í keppni bestu liða Evrópu árið 1962, eftir að félagið varð síðast enskur meistari árið áður.

Þrenna frá Eto'o

Evrópumeistarar Inter Mílanó komust í 3:0 snemma gegn Werder Bremen með tveimur mörkum frá og einu Wesley Sneijder. Eto'o innsiglaði þrennuna seint í leiknum þegar hann kom Inter í 4:0.

FC Köbenhavn gerði góða ferð til Aþenu og vann þar Panathinaikos, 2:0. Sölvi Geir Ottesen var ekki með dönsku meisturunum vegna meiðsla. Þeir eru nú með 6 stig eftir tvo leiki og eiga fína möguleika á að komast áfram. vs@mbl.is