Gjaldþrota Sigurplast er 50 ára gamalt iðnfyrirtæki í Mosfellsbæ. Það framleiðir meðal annars plastumbúðir og er að þriðjungi í eigu Arion.
Gjaldþrota Sigurplast er 50 ára gamalt iðnfyrirtæki í Mosfellsbæ. Það framleiðir meðal annars plastumbúðir og er að þriðjungi í eigu Arion. — Morgunblaðið/Heiddi
Arion banki sendi í gær frá sér tilkynningu, þar sem kom fram að bankinn hefði fullan hug á að taka þátt í endurreisn Sigurplasts.

Arion banki sendi í gær frá sér tilkynningu, þar sem kom fram að bankinn hefði fullan hug á að taka þátt í endurreisn Sigurplasts. Forsvarsmenn fyrirtækisins sendu á mánudaginn frá sér yfirlýsingu þar sem fram kom að þeir hefðu óskað eftir að félagið yrði tekið til gjaldþrotaskipta. Sagði í yfirlýsingunni að viðskiptabanki Sigurplasts hefði skorað á félagið að lýsa því yfir að það gæti greitt bankanum 1,1 milljarð króna vegna láns sem upphaflega var 334 milljónir króna. Slíkt væri útilokað.

Arion sagði í tilkynningunni í gær að Sigurplast hefði ekki verið úrskurðað gjaldþrota og skiptastjóri ekki verið skipaður. Gert væri ráð fyrir því að héraðsdómur tæki gjaldþrotabeiðnina fyrir á allra næstu dögum og skipaði félaginu skiptastjóra. „Forsvarsmönnum Sigurplasts hefur lengi verið ljóst að bankinn vill endurskipuleggja fjárhag félagsins, skjóta traustari stoðum undir rekstur þess og bjarga þar með þeim störfum sem í húfi eru,“ segir bankinn.