Í ham Silvio Berlusconi ávarpar þingið með tilþrifum í gær.
Í ham Silvio Berlusconi ávarpar þingið með tilþrifum í gær. — Reuters
Silvio Berlusconi, forsætisráðherra Ítalíu, stóð í gær af sér vantrauststillögu, sem lögð var fram á ítalska þinginu og bjargaði stjórn sinni. Stjórnin fékk atkvæði 342 þingmanna, 33 atkvæðum meira en hún þurfti.

Silvio Berlusconi, forsætisráðherra Ítalíu, stóð í gær af sér vantrauststillögu, sem lögð var fram á ítalska þinginu og bjargaði stjórn sinni. Stjórnin fékk atkvæði 342 þingmanna, 33 atkvæðum meira en hún þurfti.

Stjórn Berlusconis hefur átt undir högg að sækja og hefur ekki haft meirihluta á þingi um nokkurt skeið.

Hópur uppreisnarmanna undir forustu Gianfrancos Finis lýsti yfir því í gær að hann myndi styðja Berlusconi og tryggja stjórn hans brautargengi til loka kjörtímabilisins 2013.

Áætlun í fimm liðum

Berlusconi, sem átti 74 ára afmæli í gær, tókst að fá uppreisnarmennina til að snúa aftur þegar hann í ræðu setti fram áætlun í fimm liðum, þar á meðal um að lækka skatta og gera umbætur og breytingar á réttarkerfinu. Berlusconi talaði í eina klukkustund og sagði meðal annars að hann væri bitur vegna óeiningarinnar í samsteypustjórn sinni, en viðurkenndi um leið að umræða um stefnu hans væri réttmæt og nauðsynleg.