Smáralind Ekki gekk að selja rekstur verslanamiðstöðvarinnar í þetta skiptið.
Smáralind Ekki gekk að selja rekstur verslanamiðstöðvarinnar í þetta skiptið. — Morgunblaðið/Ernir
Hæsta boð í rekstur Smáralindar hljóðaði upp á einn milljarð króna, samkvæmt heimildum Morgunblaðsins. Ásamt peningagreiðslu fól tilboðið í sér yfirtöku skulda fyrirtækisins, en þær námu um átta milljörðum króna um síðustu áramót.

Hæsta boð í rekstur Smáralindar hljóðaði upp á einn milljarð króna, samkvæmt heimildum Morgunblaðsins. Ásamt peningagreiðslu fól tilboðið í sér yfirtöku skulda fyrirtækisins, en þær námu um átta milljörðum króna um síðustu áramót. Skuldirnar hafa þó lækkað frá áramótum, sökum styrkingar krónunnar. Eignarhaldsfélagið Reginn, sem er í eigu NBI og sá um söluna, hafnaði þó öllum tilboðum í Smáralindina, en forsvarsmenn félagsins telja núverandi verðmæti Smáralindar liggja á bilinu 3-4 milljarðar króna. Forsvarsmenn Regins telja jafnframt að rekstur Smáralindar standi undir öllum skuldum sem á honum hvíla. Viðskipti