30-09-10 Ekkert rútínuspil. Norður &spade;K53 &heart;62 ⋄753 &klubs;KG942 Vestur Austur &spade;D974 &spade;G86 &heart;D1085 &heart;974 ⋄DG98 ⋄1064 &klubs;5 &klubs;Á1086 Suður &spade;Á102 &heart;ÁKG3 ⋄ÁK2 &klubs;D73 Suður spilar 3G.

30-09-10 Ekkert rútínuspil.

Norður
K53
62
753
KG942
Vestur Austur
D974 G86
D1085 974
DG98 1064
5 Á1086
Suður
Á102
ÁKG3
ÁK2
D73
Suður spilar 3G.

Útspilið er D og sagnhafi virðir fyrir sér blindan skamma stund. „Enn eitt rútínuspilið,“ hugsar hann svo, tekur á Á og sendir lítið lauf á gosann í borði.

Gosinn heldur. Sagnhafi spilar næst litlu laufi heim á drottninguna og á þann slag líka, en vestur hendir spaða. Það er nefnilega það. Laufið skilar þá ekki fleiri slögum, en ekki er öll nótt úti enn. Sagnhafi spilar spaða á kóng og svínar G til baka. En því miður, vestur á drottninguna og „rútínuspilið“ er fallið í valinn.

Leiðin til að fullnýta laufið er alls ekki hversdagsleg. Galdurinn er að spila fyrst drottningunni að heiman. Síðan litlu að borði og láta níuna þegar vestur fylgir ekki lit. Austur verður að drepa og þá má sækja ásinn heimafrá og spara innkomuna á K.