Versalir Þjóðverjar eru loksins lausir við skuldina vegna stríðsskaðabóta eftir fyrri heimsstyrjöld.
Versalir Þjóðverjar eru loksins lausir við skuldina vegna stríðsskaðabóta eftir fyrri heimsstyrjöld. — REUTERS
Þýskaland mun nú um helgina loks greiða skuld sína að fullu vegna Versalasamninganna, sem gerðir voru að fyrri heimsstyrjöld lokinni. Þýska ríkið mun þá reiða fram 69 milljónir punda, að mestu til Belga og Frakka, sem einna verst urðu úti í...

Þýskaland mun nú um helgina loks greiða skuld sína að fullu vegna Versalasamninganna, sem gerðir voru að fyrri heimsstyrjöld lokinni. Þýska ríkið mun þá reiða fram 69 milljónir punda, að mestu til Belga og Frakka, sem einna verst urðu úti í styrjöldinni.

Samkvæmt Versalasamningunum þurftu Þjóðverjar að greiða 22 milljarða punda í stríðsskaðabætur. Greiðslur lögðust niður í valdatíð Adolfs Hitlers, ellegar hefðu Þjóðverjar náð að greiða skuldina fyrr en raun bar vitni. Andúð almennings á samningunum er talin hafa auðveldað nasistum að ná völdum í Þýskalandi, en greiðslur af skuldinni töfðu fyrir endurreisn landsins í kjölfar fyrri heimsstyrjaldar.

Vestur-Þýskaland tók skuldina yfir eftir seinni heimsstyrjöldina og greiddi hana að fullu árið 1983, en í samningunum var ákvæði þess efnis að ef Þýskaland sameinaðist á ný yrði þjóðin að greiða vexti af láni sem tekið var til að greiða skuldina á Weimar-tímabilinu.