Út er komin ný bók byggð á tónverkinu Karnivali dýranna eftir franska tónskáldið Camille Saint-Saëns, en það hefur mikið verið notað í skólastarfi og tónlistarkennslu víða um heim.

Út er komin ný bók byggð á tónverkinu Karnivali dýranna eftir franska tónskáldið Camille Saint-Saëns, en það hefur mikið verið notað í skólastarfi og tónlistarkennslu víða um heim.

Bókin er myndskreytt og geymir nýjar vísur eftir Þórarin Eldjárn sem ort hefur sögu í kringum tónverkið. Myndir bókarinnar eru eftir Kristínu Maríu Ingimarsdóttur. Með bókinni fylgir diskur þar sem tónverkið er flutt af tónlistarhópnum Shéhérazade og leikurunum Guðrúnu Ásmundsdóttur og Sigurþóri Heimissyni.

Í tilefni af útkomu bókarinnar verður blásið til tónleika í Salnum í Kópavogi nk. laugardagskvöld kl. 20 þar sem verkið verður flutt af ellefu manna hljómsveit, leikurum og dönsurum frá Listdansskóla Íslands.

Umsjón með útgáfu bókarinnar og tónleikunum hefur Pamela De Sensi flautuleikari. Útgáfuna styrktu lista- og menningarráð Kópavogs, starfsmenntunarsjóður tónlistarskólakennara og menntamálaráðuneytið.