Sóley Stefánsdóttir tónlistarkona
Sóley Stefánsdóttir tónlistarkona
Í kvöld kl. 20 halda Kristín Bergsdóttir og Sóley Stefánsdóttir tónleika í Crymo-galleríi í Reykjavík. Kristín og Sóley útskrifuðust úr tónsmíðum frá Listaháskóla Íslands sl. vor.

Í kvöld kl. 20 halda Kristín Bergsdóttir og Sóley Stefánsdóttir tónleika í Crymo-galleríi í Reykjavík. Kristín og Sóley útskrifuðust úr tónsmíðum frá Listaháskóla Íslands sl. vor.

Kristín er söngkona og lagahöfundur og hóf tónlistarnám sitt við Tónmenntaskóla Reykjavíkur og lauk námi í djasssöng við Tónlistarskóla FÍH í fyrra. Sóley er hljómborðsleikari í hljómsveitinni Seabear. Í mars sl. gaf hún út sína fyrstu sólóplötu, Theater island, á vegum þýska útgáfufyrirtækisins Morr Music. Aðgangseyrir á tónleikana er kr. 500.