Óðinn Jónsson
Óðinn Jónsson
Eftir að fréttastofa Ríkisútvarpsins varð að Óðinsvéum Samfylkinginnar hefur margt breyst. Árið 2003 þótti það til að mynda ekki tiltökumál þegar Pálmi Jónasson, fréttamaður á fréttastofu Útvarps, ritaði ævisögu Sverris Hermannssonar.

Eftir að fréttastofa Ríkisútvarpsins varð að Óðinsvéum Samfylkinginnar hefur margt breyst.

Árið 2003 þótti það til að mynda ekki tiltökumál þegar Pálmi Jónasson, fréttamaður á fréttastofu Útvarps, ritaði ævisögu Sverris Hermannssonar. Sá hafði sama ár látið af störfum sem alþingismaður og formaður Frjálslynda flokksins, en var áfram meðal áhrifamanna í þeim flokki.

Annað nýlegt innlent dæmi má taka af því þegar Sigmundur Ernir Rúnarsson, nú alþingismaður, ritaði bók um Guðna Ágústsson. Bókin kom út árið 2007 þegar Guðni var formaður Framsóknarflokksins, en það ár var Sigmundur fréttastjóri og forstöðumaður fréttasviðs á Stöð 2.

Svipaða sögu má segja um aðra fjölmiðla, innlenda jafnt sem erlenda. Þeir eru fremur jákvæðir en neikvæðir í garð frétta- eða blaðamanna sem taka sig til og rita bækur og á það jafnt við um bækur almenns eðlis sem bækur um brennheit mál líðandi stundar.

Þetta á ekki við um fréttastofuna að Óðinsvéum. Þar er fréttamaður hreinsaður út ef hann er grunaður um að ganga ekki í pólitískum takti Samfylkingarinnar og leyfir sér að rita bók um fyrrverandi stjórnmálamann úr öðrum flokki.

Og það ótrúlega er að við þessar breytingar á eðli fréttastofu Útvarps í Óðinsvé Samfylkingarinnar og atlögu að fréttamanni, hafa félög fréttamanna og blaðamanna ekkert haft að athuga.