David Villa
David Villa
Leikmenn Barcelona héldu áfram að skemmta sér og knattspyrnuáhorfendum er þeir lögðu Espanyol 5:1 á útivelli í 1. deildinni á Spáni um helgina. Pedro og David Villa skoruðu tvö mörk hvor og Xavi eitt. Osvaldo skoraði mark Espanyol.

Leikmenn Barcelona héldu áfram að skemmta sér og knattspyrnuáhorfendum er þeir lögðu Espanyol 5:1 á útivelli í 1. deildinni á Spáni um helgina. Pedro og David Villa skoruðu tvö mörk hvor og Xavi eitt. Osvaldo skoraði mark Espanyol. Espanyol var fyrir leikinn í 4. sæti deildarinnar en það stóð ekki í vegi fyrir því að Barcelona ynni stórsigur.

Þetta er í 6. skipti sem Barcelona skorar 5 eða fleiri mörk í deildarleik á tímabilinu. Þeir hafa verið skerkari á útivelli í vetur en þar hafa þeir unnið alla sína átta leiki. Á heimavelli hafa þeir hins vegar tapað einum leik og gert eitt jafntefli en unnið sex. Mörkin hafa heldur ekki látið á sér standa þó þeir séu að spila að heiman en af 51 marki þeirra í deildinni hafa þeir skorað 29 á útivelli.

Það var tilfinningaþrungin stund fyrir áhorfendur og þá sérstaklega Andres Iniesta í upphafi leiks. Iniesta tileinkaði Jarques, fyrrverandi fyrirliða Espanyol, sem lést úr hjartaáfalli í fyrra, mörkin sem hann skoraði á heimsmeistaramótinu í sumar. Fólkið í kringum Espanyol hefur greinilega ekki gleymt þessu góðverki knattspyrnusnillingsins Iniesta. omt@mbl.is