Árekstur Annar bíllinn lenti á staur eftir hraðakstur.
Árekstur Annar bíllinn lenti á staur eftir hraðakstur. — Morgunblaðið/Árni Sæberg
Bíl á miklum hraða var ekið utan í annan bíl við Gullinbrú á móts við Stórhöfða um miðjan dag í gær og hafnaði fyrrnefndi bíllinn að lokum á staur þar sem hann staðnæmdist. Ökumaður þess bíls var fluttur á slysadeild.

Bíl á miklum hraða var ekið utan í annan bíl við Gullinbrú á móts við Stórhöfða um miðjan dag í gær og hafnaði fyrrnefndi bíllinn að lokum á staur þar sem hann staðnæmdist.

Ökumaður þess bíls var fluttur á slysadeild. Meiðsli mannsins eru ekki talin alvarleg, að sögn lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Ljóst þykir að slysið varð í kjölfar hraðaksturs ökumannsins.

Bíllinn er mikið skemmdur eftir áreksturinn eins og sést á meðfylgjandi mynd.

Árétting 22. desember

Í frétt Morgunblaðsins á mánudag um árekstur sem varð um miðjan sunnudag sl. á Gullinbrú sagði að ljóst þætti að slysið hefði orðið í kjölfar hraðaksturs ökumannsins. Vegna fréttarinnar skal áréttað að málið er enn í rannsókn og getur lögregla ekki sagt til á þessari stundu hvort hraðakstur hafi verið orsakaþáttur í árekstrinum.

Upplýsingar um meintan hraðakstur ökumannsins komu hins vegar frá vitnum á vettvangi árekstursins.