Mikill erill var hjá slökkviliðs- og sjúkraflutningamönnum á höfuðborgarsvæðinu um helgina. Þannig voru um 40 sjúkraflutningar í gær og í fyrrinótt annað eins, þar af um 20 útköll í forgangsflutning.
Mikill erill var hjá slökkviliðs- og sjúkraflutningamönnum á höfuðborgarsvæðinu um helgina. Þannig voru um 40 sjúkraflutningar í gær og í fyrrinótt annað eins, þar af um 20 útköll í forgangsflutning. Varðstjóri segir þá nótt hafa verið „brjálaða“ en til viðbótar voru tvö útköll á dælubíla slökkviliðsins. Brunaviðvörunarkerfi í fyrirtæki við Vesturvör í Kópavogi fór í gang. Mikill reykur var á staðnum og þurfti að reykræsta húsið. Þá bárust eldboð frá Landspítalanum sem reyndust svo vera falsboð.